Skicka länk till app

Alfreð - Umsjón


4.6 ( 4336 ratings )
Näringsliv Verktyg
Utvecklare: Alfreð ehf.
Gratis

Alfreð umsjón er nýtt app sem er eingöngu ætlað fyrirtækjum í viðskiptum við Alfreð. Appið býður uppá eftirfarandi virkni:

- Umsjón með auglýsingum -
Hægt er að breyta og laga auglýsingar til í appinu ásamt því að endurnýta eldri auglýsingar og birta. Einnig er hægt að bústa auglýsingar.

- Úrvinnsla umsókna -
Það er ekkert mál að fara yfir umsóknir í appinu, skoða þau viðhengi sem umsækjendur létu fylgja með prófílnum sínum og færa þá milli dálka með einföldum hætti.

- Vídeóviðtöl -
Það hefur aldrei verið eins einfalt að bjóða umsækjendum í vídeóviðtal og fara yfir svörin þegar viðkomandi hefur tekið þau upp og skilað.

- Samskipti við umsækjendur -
Það er einstaklega þægilegt að eiga samskipti við umsækjendur með appinu í gegnum spjallið.

- Viðtalsboð og þakkarbréf -
Eins og á umsjónarvefnum er hægt að senda boð í hefðbundin starfsviðtöl ásamt því að senda persónulegt þakkarbréf á alla þá sem ekki eru ráðnir í starfið.